Fyrstur í öðru sæti?

Rúnar Örn Ágústsson kláraði tímaþraut karla á heimsmeistaramótinu í tímaþraut í gær, fyrstur Íslendinga, en daginn áður hafði Ágústa Edda Björnsdóttir leikið það sama eftir í kvennaflokki.

Er það hægt? Er hægt að vera fyrstur í mark við að vera annar? Leiðinlegt fyrir Rúnar að verða þekktur fyrir að vera fyrstur númer tvö eða hvernig í veröldinni á maður að skilja þessa frétt?

Eins og aðrir virkir Facebook-notendur og almennir lesendur hef ég séð umræðu um nafnleysi kvenna á myndum þar sem þær eru í forgrunni en ekki nafngreindar. Þetta ristir dýpra eins og sést í fréttinni af hinum glaða Rúnari sem varð „fyrstur Íslendinga“ til að afreka það sem kona hafði gert deginum áður.

Þetta minnir mig á daginn sem ég keyrði (laust) á bíl sem var á undan mér yfir á ljósum af því að bíllinn sem ég var á var ekki fremstur. Skiljið þið það? Ég var svo makalaust óheppin að vera ekki fremsti bíll í röðinni. Málið er bara að ég skildi það strax og stuðararnir nudduðust saman. Já, það að ég var ekki fremsti bíll á ljósunum. (Ég endurtek svona oft ef ske kynni að íþróttafréttakarlmaður skyldi rekast inn á síðuna. (Íþróttafréttamaður sem þekkir ekki muninn á 1. og 2. sæti.)) Það eru sirka 30 ár síðan, ég var nýlega komin með bílpróf og lá voðalega mikið á.

Konur afreka. Konur geta. Konur kunna. Ekki allar, ekki allt, ekki frekar en allir karlar, en ekki síður en karlar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband