Fjórða iðnbyltingin, sjálfvirknivæðing, gervigreind

Þvílík hamingja! Hraðframfarir! Stytting vinnuvikunnar!

Ég tengi mig við þessa frétt til að halda henni til haga. Ég hef verið í því teymi sem hefur þróað hinn gervigreinda talgreini með því að prófa hann og nota frá degi til dags undanfarið. Þegar við byrjuðum fyrir alvöru fyrir ári héldum við að greinarmerkjasetning yrði í skötulíki og að greinaskil yrðu ófáanleg með öllu. Hvort tveggja hefur reynst rangt, þökk sé harðsnúnum forriturum og vísindamönnum í Háskólanum í Reykjavík. Og okkur í ræðuútgáfunni sem höfum verið í húrrahrópunum, hvatningarliðinu og notendahópnum. 

Kostnaður hefur verið hóflegur, tímasparnaður er mælanlegur og mikill, villutíðni um 10% (reyndar veit ég ekki hversu margar villur á að telja þegar talgreinirinn skrifar ... þjóðar. Sjóður ... þegar hann á að skrifa þjóðarsjóður).

Afleiðingin: Styttra ferli. Minni vöðvabólga. Nákvæmari texti þegar frá líður. Minni kostnaður fyrir skattborgara. Næstum örugglega styttri vinnudagur (almennar tækniframfarir).

Hver tapar? Enginn. Allir vinna. Og hamingja mín ætlar upp úr rjáfrinu.

Svo er okkar eigin Siri í farvatninu hjá Miðeind. Máltæknin lifi!

kiss


mbl.is Talgreinir skrifar ræður alþingismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband