Fer RÚV í Elliðaárdalinn?

Djók, nú er ég viljandi að slá saman tveimur umtöluðum málum. Mér var bætt í hópinn Vinir Elliðaárdalsins og ég lít alveg á mig sem vin hans en veit samt ekki hvort ég myndi greiða atkvæði með eða á móti þeirri uppbyggingu sem verið er að ræða. Heilt yfir er ég ekki á móti breytingum og m.a.s. dálítið höll undir þær þannig að ég myndi alltaf vilja skoða svona hugmyndir áður en ég segði af eða á.

En ég geri ekki ráð fyrir að Ríkisútvarpið sé á leið úr Efstaleitinu og í Stekkjarbakkann enda flytur RÚV sig varla um set ef þar verða breytingar. Þegar búið var að velja nýjan þjóðleikhússtjóra, fráfarandi útvarpsstjóra, heyrði ég: Næsti útvarpsstjóri verður ráðinn til að leggja RÚV niður.

Þá kólnar mér. Ég hlusta mikið á útvarp og Rás 1 er að gera allt aðra hluti en aðrar stöðvar sem ég hlusta líka á. Að ógleymdri þáttagerð í sjónvarpinu sem flysjar spillingu eins og ... banana.

En af því að ég er ekki frábitin breytingum heilt yfir væri ég alveg til í að skoða hvort einhverju mætti breyta. Mætti selja Rás 2?

Að lokum legg ég til að þjóðkirkjan verði seld hæstbjóðanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband