Köllun eða kulnun

Ég var að hlusta á hádegisfréttir og þar var talað um að 20% hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum héldu að þau yrðu ekki þar að störfum í lok ársins. Og þá rifjast upp fyrir mér að sumar stéttir eru sagðar hafa köllun til að sinna þeim, hjúkrunargeirinn, prestar og sjálfsagt fleiri. Ég man eftir pælingum í gamla daga um að fólk sem hefði köllun til tiltekinna starfa ætti ekki að krefjast hárra launa. Florence Nightingale og móðir Teresa koma upp í hugann. Hins vegar hafa bankastjórar, útgerðarrisar og stórkaupmenn enga sjáanlega hugsjón en fá vel borgað og brenna ekki út, þá kelur ekki í starfi.

Ég veit að þetta er svolítið vaðalskennt hjá mér þannig að ég ætla að reyna að bæta um betur. Hjúkrunarfræðingur sem brennur fyrir starfinu gefst upp eftir eitt, tvö, fimm eða tuttugu ár þegar hann (hún) hefur hlaupið sig móðan og klárað úthaldið vegna þess að aðbúnaðurinn gerir ráð fyrir að viðkomandi þurfi ekki sæmilegt lífsviðurværi. Sá sem hefur engan metnað til annars en að maka eigin krók klárar aldrei úthaldið og gefst ekki upp fyrir álaginu.

Sá sem er áhugasamur um að ná árangri fyrir hönd stéttarinnar gefst frekar upp en sá sem hefur ekki þann metnað.

Ég veit að þetta er ekki nógu skýrt sett fram hjá mér en ég veit hvað ég er að meina ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband