Ég vild'ég væri hjúkrunarfræðingur (eða læknir)

Ég meina ekki 100% það sem stendur í fyrirsögninni en ég öfunda mjög mikið fólk sem er með þannig menntun að það getur látið gott af sér leiða. Ekki svo að skilja að mér finnist ég gagnslaus en hjúkrunarfólk getur bjargað lífi.

Ef ég væri hins vegar pólitíkus sem hefði tekið frá 67 milljarða fyrir 20 árum til að byggja spítala og búa hjúkrunarfólki betri kjör og aðbúnað myndi ég skammast mín óendanlega mikið. Ég skammast mín þegar ég ruglast á vergri landsframleiðslu og ríkisútgjöldum og ef ég hefði tekið að mér að lappa upp á hjúkrunarkerfið og ekki gert það væri ég löngu farin í annað starf sem hentaði mér betur og hefði eftirlátið uppbygginguna þeim sem kæmu því í verk. Er það kannski enginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband