Jafnaldrar manns

Stundum segir gamalt fólk, t.d. einhver um nírætt, að það nenni ekki að umgangast gamla fólkið. Unga fólkið, kannski um sextugt, híar og lætur eins og gamla fólkið viti ekki að það sé gamalt.

Ég hef aldrei skilið þetta. Mér finnst svo eðlilegt að mann langi ekki endilega að umgangast jafnaldra sína öllum stundum. Sumt gamalt fólk er lúið og sumt var aldrei mannblendið en sumt gamalt fólk er sprækt og vill vera þar sem fjörið er.

Það er ekkert meira um þetta að segja þannig að ég reikna bara með að þið kinkið kolli meðan þið ljómist upp. tongue-out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband