6 milljarða hagnaður hjá Arion

Ég er með kenningu um þennan góða hagnað hjá bankanum. Ég er sjálf viðskiptavinur hans og hef sannreynt að innlánsvextir eru niðri í gólfinu á sama tíma og hann rukkar myndarlega fyrir útlánsvexti. Allir bankar á fákeppnismarkaði græða í því umhverfi.

Af hverju fáum við ekki samkeppni í peningalífinu? Og ekki segja mér að stofna banka, fólk með viðskiptavit og fyrirtæki í maganum ætti að gera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk með viðskiptavit og fyrirtæki í maganum stofnar fyrirtæki sem skilar hærri ávöxtun á fjárfestingunni. Ísbúð í vesturbænum slær öllum bönkum við í hagnaði. Fasteignabrask, húsamálun, hlaupahjólaleiga, jöklaferðir þegar nóg er af túristum og strandveiðar skila meiri hagnaði á hverja fjárfesta krónu. Lágmarks framlag fyrir hámarks hagnað. Markaðsvirði Arion banka er um 200 milljarðar. 6 milljarða hagnaður af 200 milljörðum er ekkert sem fær fólk með viðskiptavit til að hrópa húrra. Og þær tug þúsundir landsmanna sem eiga hlut í bankanum hefðu getað grætt meira á annarri starfsemi. Og þessi frétt hækkaði hlutabréfin ekkert, gerði eign í bankanum ekkert eftirsóknarverðari hjá þeim sem leitast við að ávaxta sinn sparnað og sínar eignir.

En þér er frjálst að kaupa eins og þú getur í bankanum, ef þú telur bankann vera að hagnast svo mikið að peningum þínum sé best varið í eign á banka. Þú þarft ekki að stofna banka til að eiga í banka og njóta hagnaðarinns.

Vagn (IP-tala skráð) 5.5.2021 kl. 22:48

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skal stofna banka ef þú útvegar mér milljarð í stofnfé.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2021 kl. 13:58

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þeir prentuðu  the Colonial Scrip  það er sína krónu þannig að allir væru í vinnu og vörur og þjónusta gengi snuðru laust í þjóðfélaginu.   Almennt lifði fólkið samkvæmt háum siðferðislögmálum

 https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2264428

Egilsstaðir, 06.05.2021,   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 7.5.2021 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband