Mæðradagurinn

Ég er ekki spennt fyrir þemadögum og ekki heldur hástigslýsingarorðum. Mamma mín var einfaldlega besta mamman fyrir mig. Nú eru þrjú ár og fjórir mánuðir síðan hún dó og ég sakna hennar stöðugt. Ég tek aldrei upp símann og byrja að hringja í hana sem er skrýtið af því að við töluðum saman í síma á hverjum einasta degi en ég hugsa mjög oft að mikið vildi ég tala um þetta eða hitt við hana.

Mér finnst gott og heilbrigt að geta sagt að hún var gallagripur eins og við flest en hún var mikill grallari og húmoristi og alltaf raungóð. Hún hafði ýmsa fjöruna sopið áður en ég fæddist, yngsta barn foreldra minna, og hún bar sem betur fer ekki harm sinn alltaf í hljóði en hún var ekki týpan sem sífraði eða heimtaði. Hún bað mig að lifa lífinu og alltaf þegar ég skemmti mér vel, geri eitthvað nýstárlegt eða næ árangri í einhverju veit ég að hún myndi kinka kolli af sérstakri velþóknun. Hún kunni sannarlega að samgleðjast og gerði það svikalaust.

Þótt ég sakni hennar og hefði viljað hafa hana lengur er ég líka þakklát fyrir að hún þurfti ekki að búa við covid-takmarkanir sem hefðu rýrt lífsgæði hennar geysilega mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband