Það að hætta keppni

Nú hefur Simone Biles gefið það út að hún keppi ekki meira á Ólympíuleikunum. Ég get ímyndað mér hvers konar átak það hefur verið fyrir keppnismanneskju að gefa frá sér möguleikann á að fylgja eftir glæstum sigrum fyrri ára og ef ég hefði ekki átt viðtal um málefnið í fyrravetur við félagsfræðing sem er að gera rannsókn á álagi afreksíþróttakvenna hefði ég komið meira af fjöllum en ég geri.

Þegar íþróttakonur (ég útiloka ekki að það eigi við um karla en rannsókn Önnu Soffíu er um konur og þar gilda önnur lögmál en um karla þrátt fyrir allt) skara fram úr verða kröfurnar nánast ómanneskjulegar og þær fara að treysta um of á þjálfarann sem rannsóknir sýna nú fram á að gera sumir mun meiri kröfur en hægt er að standa undir. Ég veit ekki hvað nákvæmlega gerðist með Simone Biles en ég fagna því að íþróttasambandið hennar styður ákvörðun hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband