Vaxtamunur

Ég skil ekki að stjórnvöld grípi ekki í taumana. Ég man ekki óðaverðbólguna á sjöunda áratugnum þegar fólk komst ekki heim með útborguðu launin sín um mánaðamót áður en verðgildið byrjaði að rýrna. Ég hef heyrt að fólk hafi keypt og keypt drasl eins og hvað annað því að ekki þýddi að safna. Peningurinn fuðraði upp.

En núna er staðan þannig að Seðlabankinn gefur út að verðbólgan sé 9,9% og meginvextir 4,75%, sbr. skjáskotið.

vextir

 

 

 

 

Hvar eru þessi meginvextir? Þetta eru ekki meðalvextir, þetta eru hæstu innlánsvextir sem ég hef séð á óbundið sparifé.

Tökum dæmi: Ég á milljón og geymi hana í ár á meginvöxtunum. Ég fæ 47.500 - 20% fjármagnstekjuskatt í vexti þannig að ári síðar verður milljónin 1.038.000 en bíllinn sem ég hefði getað keypt fyrir milljónina kostar núna 1.099.000 kr.

Hvernig á að vera hægt að spara í þessu árferði? Hvernig á að vera hægt að hvetja unga fólkið til að leggja fyrir svo það geti keypt sér bíl eða íbúð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góð spurning, hvað eru "stýrivextir" (meginvextir)?

Svarið birtist ef smellt er á vaxtaprósentuna í skjáskotinu.

https://www.sedlabanki.is/annad-efni/meginvextir-si/

Yfirlit yfir meginvexti Seðlabanka Íslands

Tímabil:

Meginvextir:

Fram til og með 7. apríl 2009

Vextir á lánum gegn veði

8. apríl 2009 til 29. september 2009

Vextir á viðskiptareikningum

30. september 2009 til 20. maí 2014

Einfalt meðaltal vaxta á viðskiptareikningum og hámarksvaxta á innstæðubréfum með 28 daga binditíma

Frá 21. maí 2014

Vextir á 7 daga bundnum innlánum

Svarið við spurningunni er því: Meginvextir eru þeir vextir sem Seðlabanki Íslands greiðir bönkunum af peningum sem þeir eiga á viðskiptareikningum sínum hjá seðlabankanum.

Fyrir hrun var skilgreiningin önnur, þá voru meginvextir þeir vextir sem bankarnir þurftu að greiða af veðlánum sem þeir tóku hjá seðlabankanum, semsagt þveröfugt við það sem er núna.

Þegar skilgreiningunni var breytt í þveröfugt við það sem áður var, þá var aldrei send út nein tilkynning um þá grundvallabreytingu.

En þá vaknar kannski næsta spurning: Hvers vegna í veröldinni er Seðlabanki Íslands að greiða bönkunum vexti og auka þannig ofurhagnað þeirra? Við því er ekkert svar enda engin ástæða til þess.

Þar sem seðlabankinn prentar peninga til að greiða bönkunum þessa vexti hefur sú ákvörðun að hækka þá þau áhrif að auka peningaprentun og auka peningamagn í umferð hraðar en ella, sem kyndir undir verðbólgu. En því miður skilja fæstir þetta tiltölulega einfalda gangverk.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2022 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband