200 milljónir í súginn?

Þegar ferðaþjónn segist hafa þurft að endurgreiða 200 milljónir vegna þess að gestirnir hans geta ekki nýtt ferðirnar sem þeir keyptu af honum langar mig alltaf að vita hvort hann hefði litið á þennan pening sem skjótfenginn gróða ef af ferðunum hefði orðið. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er þungt högg að selja ferð, undirbúa hana, ráða kannski fólk með sér, vera jafnvel kominn á staðinn og þurfa að hætta við, eyða tíma og peningum auðvitað í að endurgreiða og kannski missa framtíðarviðskipti.

En hvernig er verðmiðinn fundinn og það svona fljótt? Eða stefndi í að hann hefði haft 200 milljónir króna í tekjur síðustu viku desembermánaðar? Má ég þá ekki álykta að hann hefði verið með 800 milljónir fyrir allan mánuðinn? Eða kannski 700 milljónir af því að hátíðardagarnir voru mögulega dýrari?

Ég man ekki eftir að hafa heyrt ferðaþjónustuna hrósa happi yfir góðum tekjum þegar ekkert er að veðri. Hefur það bara farið framhjá mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband