Samningar hinna

Ég var að hlusta á framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins - sem er mjög fyndinn á Twitter - í útvarpinu. Hann segir - og ekki í fyrsta sinn - að Samtök atvinnulífsins hafi þegar samið við svo og svo mörg stéttarfélög.

En nú spyr ég: Ef hvert stéttarfélag á ekki að hafa tækifæri til að semja fyrir sig, á sínum forsendum og viðsemjenda sinna, af hverju erum við þá ekki bara með eitt stéttarfélag?

Ég man alveg eftir samningum á vinnustöðum sem hafa bara elt stóru félögin. Til hvers þá þessi þykjustuleikur? Kannski er samið sérstaklega um mötuneyti eða sokkabuxur en ekki um eðli hvers starfs. Mér finnst það bjánalegt.

Hvað sem um leiðtoga Eflingar má segja - sem ég sé ekki gera sig gildandi á Twitter - virðist hún berjast fyrir göfugum breytingum með óhefðbundnum aðferðum. Og ég er #teambreytingar.

Svo ég loki hugsuninni: Af hverju ætti Efling að semja eins og SGS og VR af því að SGS og VR eru búin að semja? Til að gera Halldóri glaðan dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband