Tjón af verkfallsaðgerðum - SA

Fréttaflaumurinn er svo stríður að ég finn ekki fréttina af því þegar framkvæmdastjóri SA sagðist myndu gera kröfu um að Efling myndi bæta tjón sem hlytist af verkföllum.

Tjón vegna þess að láglaunafólkið vinnur ekki vinnuna.

Af hverju ætti það að verða mikið tjón?

Aldrei hef ég heyrt forkólfa atvinnulífsins tala um þann mikla gróða sem hlýst af störfum láglaunafólks.

Hvernig ætti að verða mikið tjón nema vegna þess að störfin eru mikilvæg og verðmæt?

Ef þið þekkið einhverja blaðamenn megið þið gjarnan biðja þau um að spyrja gagnrýninna spurninga. Það er of lítið um gagnrýna fréttamennsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband