Umræðunnar virði

Auðvitað þurfum við á öllum tímum að velta fyrir okkur hvernig við stöndum að uppbyggingu landsins og ferðamannastaða, þá ekki síst hvernig við fjármögnum viðhald og framþróun.

Mín fyrsta tilfinning er samt óþægindi. Ef það á að rukka inn á Gullfoss/Geysi og Skaftafell þarf að girða af, ekki satt? Þurfum við þá að fara í gegnum hlið? Eða á að treysta fólki til að gera hið rétta? Verður tímanum eytt í biðraðir í dýrmætum dagsferðum?

Hver verður kostnaðurinn við innheimtuna?

Ég er ekki búin að lesa Moggann í dag, bara sjá þessa netfrétt, en ég sé ekki aðferðina blasa við.

Og ef ekki beina innheimtu, hvað þá? Ég skrifaði þvert í hina áttina nýlega og sagðist vilja engan aðgangseyri að söfnunum. María Reynisdóttir væri kannski á sömu skoðun þar sem söfnin eru ekki vinsælustu ferðamannastaðirnir.

Við höfum verið hreykin af aðgengi okkar að perlunum. Við höfum verið heppin með það að slys eru fátíð. Víðáttan og frelsið hafa verið aðalsmerki. Sjálfsögðustu nauðsynjar eru hér dýrari en í flestum löndum og ég viðurkenni að ég hef áhyggjur af svona hlutum og að við verðum of commercial. Hvert fer annars núna obbinn af framlegðinni af þeim fjórum milljörðum sem Magnús Oddsson ferðamálastjóri boðaði fyrir hálfum mánuði nánast sléttum?

Kannski á ég bara eftir að heyra sannfærandi rök fyrir þessari innheimtuhugmynd.


mbl.is Gjald inn á ferðamannastaði raunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Berglind,

Hjartanlega sammála þér.  Ég held að það sé óvinnandi vegur að innheimta af ferðamannastöðunum, ekki síst vegna þess vhersu innheimtukostnaðurinn verði hár.  Ætla menn að vakta þetta allan sólarhringinn með tilheyrandi kostnaði við innheimtuskúr og mannahald?  Ætla menn að girða af svæðin þannig að menn verði að fara um hlið? Hvað með gangandi fólk sem kemur annarsstaðar frá en eftir hefðbundnum vegaslóða, o.fl. o.fl.  Þetta er vanhugsað.  Ef það á að fara að innheimta eitthvða þá verður það að eyrnamerkjast af t.d. farseðli sem einhverskonar skattur, þó ég sé andvígur frekari sköttum til viðbótar við fargjaldið, og bundið í lög með hvernig það sé nýtt til uppbyggingar staðanna.  Lengi vel amk var það bundið í lög að ferðaþjónustan ætti að fá hluta af hagnaði Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli en fjárlög hvers árs, sem eru öðrum lögum æðri, fjarlægðu það ávallt og settu í stóru hítina.

Það þýðir lítið að benda á þjóðgarða erlendis og fjölfarna staði s.s. Rínarfossana þar sem milljónir koma árlega og greiða gjald allan ársins hring en okkar tímabil er svo stutt og fjöldi gesta á veturna á þessum stöðum svo lítill að kostnaðurinn myndi ekki á nikkurn hátt vera réttlætanlegur.

Matthías Kjartansson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, og ég er sammála okkur báðum! Í millitíðinni hef ég heldur ekki heyrt neitt sem styður hugmyndina um gjaldtöku. Þrátt fyrir aukna ásókn erum við ekki milljónaþjóð sem tekur á móti milljónum ferðamanna. Ef girðingu væri slegið upp, ætti þá kannski að loka henni kl. 19 eða kl. 21? Hafa annars ókeypis á síðkvöldum og næturnar? Eða hafa vakt??

Ég fæ hroll.

Berglind Steinsdóttir, 1.8.2007 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband