Bernskan rifjast upp

Þegar maður vinnur þægilega innivinnu heldur maður stundum að úti geisi óveður ef vindurinn guðar á gluggann. Svoleiðis fór fyrir mér í morgun enn einu sinni þennan veturinn. Að vísu beit vindurinn í kinnarnar þegar ég skeiðaði milli húsa en veðrið var tæpast óveður.

Svo sá ég að Hellisheiðinni hafði verið lokað.

Snjóköst bernskuáranna rifjast upp. Útivera, skíðaferðir jafnvel, heilbrigð átök við vindinn og stundum pati af þrumum. Óleiðinlegar minningar.

En nú hleypur á snærið hjá minni. Ef veður og færð lofar fer ég nefnilega með útlendinga um Hellisheiðina á morgun. Og það má mikið vera ef ég dríf ekki alla út úr rútunni til að leggjast í snjóinn og búa til engla. Hnoða kannski nokkra snjóbolta í leiðinni. Bý mig bara vel.

 


mbl.is Hellisheiði ekki opnuð í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er verið að reyna að sættast við veðrið á landinu kalda? Skynja ég áður óþekktan ánægjutón þegar kemur að vindi og snjó?

Ásinn (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, neineineineineineineineineineineineineineinei, engin hætta á því ...

Berglind Steinsdóttir, 27.1.2008 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband