Eggið og hænan

Veður í höfuðborginni hefur verið einstakt í júnímánuði. Eldsneyti hefur hækkað um tugi prósenta á árinu. Menn halda að það muni ekki lækka á ný. Hjólaátak ÍSÍ í maí kom fólki á hreyfingu. Ég hef séð Reykjavík iða af fólki sem fer og vill fara um fyrir eigin vélarafli.

Þegar kemur að mögulegum strætóferðum er alltaf einhver í grenndinni með þessa reynslusögu: Ég stóð í skýlinu og beið, ekki bara í þennan hálftíma sem átti að vera á milli ferða, heldur þrjú korter. Það var seinkun. Ferð féll niður.

Sjálfri gáfust mér í vetur mörg tækifæri til að segja bitrar reynslusögur þegar ég ætlaði að taka leið 12 í Nóatúninu. Því miður. En þar sem ég var bara að fara í hverfi 101 munaði mig minna um að ganga í hálftíma en að bíða í hálftíma þannig að ég átti það val. Þegar fólk ætlar að koma ofan úr Mosfellsbæ eða Grafarholti eða hvaðan sem er og GETUR EKKI TREYST ÞVÍ AÐ VAGNINN KOMI fallast því hendur.

En fólk vill taka strætó, það heyrir maður skýrt ef maður hlustar.

Hænan er komin. Nú þarf bara Strætó bs. að verpa egginu.

Kæri Einar Kristjánsson, sviðsstjóri þjónustusviðs Strætós bs., ferðatíðnin skiptir fólk öllu máli, bæði fólk í vinnu og líka þá sem eru í sumarfríi og fara ekki endilega úr bænum. Þetta vitum við sem viljum geta notað almenningssamgöngur. Og hringlandi með áætlunina hjálpar ekki málstaðnum.


mbl.is Strætó fækkar vögnunum um 32
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég hef líka tekið eftir því að það þarf líka mjög einbeittan brotavilja til að labba um sumar slóðir. Sérstaklega ef maður ætlar nú að vera svo ósvífinn að taka með sér barnavagn.

Mér finnst mjög undarlegt að á sama tíma og svona í orði er verið að þykjast hvetja fólk til að hreyfa sig og spara bílana miðist allt skipulag borgarinnar (og reyndar allra krummaskuða í Íslandi, ef út í það er farið) við einkabílinn á meðan Strætó er í fokkinu og gangstéttir enda gjarnan úti í buskanum, eru alls ekki hugsaðar sem samgönguæðar og gjarnan notaðar fyrir bílastæði.

Ég er alltaf á leiðinni að skrifa um þetta mergjaðan pistil á bloggið mitt.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Úlfhildur Flosadóttir

Ég er algjörlega sammála þér með strætisvagnana. Ferðatíðnin skiptir öllu máli. Að vagnar í höfuðborginni gangi bara á klukkutíma fresti um helgar nær ekki nokkurri átt.

Úlfhildur Flosadóttir, 29.6.2008 kl. 11:07

3 identicon

Nú eru liðnir áratugir síðan ég fór síðast í strætó en bý samt á þjónustusviði þeirra. Og ástæðan, jú hún er einföld. Það var bara svo miklu dýrara fyrir mig að fara í strætó en á einkabílnum mínum. Ég tel nefnilega tímann minn sem verðmæti og þegar ég reiknað saman annars vegar kostnaðinn við að fara á einkabílnum mínum og þann tíma sem það tók mig og hins vegar kostnaðinn við strætó og tímann sem það tók mig var útkoman mjög afgerandi. EINKABÍLLINN VAR MIKLU MUN ÓDÝRARI.

Ég hef aldrei skilið þessa áráttu í strætó að bregðast skuli við fækkandi farþegum með því að gera þjónustuna enn verri. Hefur þeim hjá Strætó ekki dottið í hug að ástæðan fyrir því að farþegar leiti annara leiða til að koma þangað sem þeir þurfa að koma sé einfaldlega sú að þjónustan þeirra sé alls ekki nægjanlega góð og ferðirnar séu of fáar, of langt sé á milli þeirra og ferðatíminn sé of langur.

Í mínu tilfelli var dæmið einfalt þegar ég fór að bera þetta saman. Ég spara mér heilann klukkutíma í ferðum með því að nota einkabílinn. Fyrir utan það að ég labba bara beint út í einkabílinn minn í staðinn fyrir að þurfa að híma úti í öllum verðrum í óvissan tíma þar sem aldrei var hægt að treysta því að strætó kæmi á réttum tíma, hann var annaðhvort of seinn þannig að maður þurfti að bíða lengur en áætlun gerði ráð fyrir eða of fljótur þannig að maður þurfti að bíða lengur en tíminn átti að vera á milli ferða, eða viðkomandi ferð var bara felld niður. Og svo þegar strætó kom þá var hann iðulega yfirfullur þannig að maður þurfti að standa meirihluta leiðarinnar eins og síld í tunnu, sem ekki var mjög skemmtilegt t.d. þegar rigningarverður var því þá var vatnsgufan inni í vagninum svo mikil að maður blotnaði innan sem utan á meðan maður stóð í vagninum.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Sigurður, ég myndi samt vilja sjá útreikningana. Vissulega er súrt að eyða tíma sínum í bið og svo getur maður þurft að eyða tíma í að laga sig aftur til eftir að hafa lent óvænt í mikilli ofankomu og gufusoðningu. En þú ert þá áreiðanlega að tala um að eiga hvort eð er bíl og berð saman einstakar ferðir í strætó annars vegar og í bílnum hins vegar.

Ég hef nefnilega margheyrt að fólk spari mikið á því að eiga engan bíl og taka svo leigubíla þegar þörf er á hröðum höndum.

Ég held enn að aukin ferðatíðni myndi leysa ýmsan vanda. Og tek undir með bæði Úlfhildi og Siggu Láru þótt ég sé fjarri því að vera ósammála Sigurði.

Berglind Steinsdóttir, 29.6.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Verð að bæta við að stakt ungmennafargjald er 100 kr. og 16 miða kort kostar 1.600 kr. - hvaða lógík er í því að hafa gjaldið ekki aðeins hagstæðara ef menn kaupa ... dööö ... afsláttarmiða?

Berglind Steinsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband