Frétt sem er ætlað að týnast í kraðakinu

Þessi frétt á mbl.is er keimlík þeirri á visir.is, enda fréttatilkynning frá Strætó send á háannatíma í fréttum af ríkisstjórninni.

Og ég fullyrði að þetta er afar heimskuleg ákvörðun, það hefði átt að fara í hina áttina, auka þjónustu og fella niður gjöld. Þannig tækist að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðamáta, draga úr slysatíðni, minnka mengun, spara gjaldeyri og spara í buddum þeirra sem þurfa að komast um. Bílarnir ættu að standa meira heima. Og já, mér finnst líka að fólk ætti að eiga almennt færri bíla, sem sjaldnast tvo á heimili og aldrei þrjá nema heimilið sé eiginlega með ferðaþjónustu, og nýta sér þjónustu leigubíla þegar svo ber undir. Ef stofnkostnaður og rekstrarkostnaður við að eiga bíl er tekinn saman hafa margir reiknað út að bíleigendur gætu - í stað þess að eiga bíl - tekið leigubíl á hverjum einasta degi.

Ég er ekki að segja að enginn eigi að eiga bíl, mér finnst m.a.s. eðlilegt að það sé bíll á flestum heimilum, en mér finnst óeðlilegt og rangt að minnka þjónustuna þegar brýnt væri að auka hana.


mbl.is Ferðum strætó fækkað vegna erfiðleika í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Gagnvart þeim sem ekki eiga bíl er þetta brot á þeim grundvallarmannréttindum að komast á milli staða.  Það er rétt athugað hjá þér að þessari fréttatilkynningu var laumað inn svo lítið bæri á í öllum hamaganginum.  Mér finnst þetta sýna getuleysi þeirra sem þarna sitja í stjórn og ættu þeir tafarlaust að víkja og bara burt með þessa Borgarstjórn og það strax

Máni Ragnar Svansson, 26.1.2009 kl. 21:44

2 identicon

Flott hjá þér, Berglind, að vekja athygli á þessu.

Stjórn sem gerir ráð fyrir því að það sé a.m.k. einn bíll á heimili á að vikja. Þetta þýðir ekkert annað en að þeir sem eiga ekki bíl og hafa ekki aðgang að bíl komast hvorki lönd né strönd á kvöld alla daga vikunnar og ekki heldur um helgar.

Vonandi setur einhver upp síðu þar sem fólk getur skráð sig og mótmælt þessari aðför að þátttöku fólks í samfélaginu.

Helga (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:46

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér er algjörlega til efs að þetta sé einu sinni sparnaður. Ég held að þetta sé bara gríðarleg skammsýni. Takk fyrir peppið, bæði.

Berglind Steinsdóttir, 27.1.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband