Veiði Thomasar Vinterbergs

Ég náði því að Lucasi í Veiðinni hætti til að láta vaða yfir sig. Ég veit líka að Jagten er verðlaunamynd og mér fannst hún mögnuð. Þegar ég horfi á bíómynd í sófanum mínum geri ég fullmikið af einhverju öðru en að horfa á myndina, annað en þegar ég fer í bíó, en ég fylgdist með þessari af einbeittum áhorfsvilja og þrátt fyrir áhrifamikla mynd er ég enn, daginn eftir að ég horfði á hana í sjónvarpinu mínu, að berjast við tilfinninguna að Lucas hafi ekki sagt nóg. Það er handrits- og leikstjórnaratriði, ég næ því líka. Samt ...

Fólk er dómhart og fljótt að gefa sér hlutina en er það í alvörunni svona slæmt? Ég er að reyna að setja mig í spor þess sem grunar einhvern um að hafa gert barninu sínu - eða barni nágrannans og öllum börnum leikskólans - illt og á ofsalega erfitt með að trúa því að maður sem maður hefur þekkt alla ævi fái alls ekki að njóta vafans. Eru þessi ofsafengnu viðbrögð viðbragð við fortíðinni þegar fólk VISSI en gerði samt ekki neitt? 

En mikið rosalega er Annika Wedderkopp (Klara) frábær leikari, eða frábært leikaraefni og Thomas Vinterberg auðvitað fær leikstjóri. Ég trúi ekki að viðtalssenurnar sem hún var í hafi verið teknar neitt í líkingu við útkomuna.  

Sekt eða sakleysi er auðvitað hrikalega stórt álitamál og um það er myndin. Við áhorfendur þurfum að velta fyrir okkur hvort við viljum setjast í dómarasætin.


Bloggfærslur 28. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband