Forsetakosningarnar

Korteri áður en Jón Gnarr bauð sig fram spáði ég því að hann myndi bjóða sig fram. Ég kýs því að líta svo á að í mér búi ponsulítil spákona, en bara agnarsmá. Ég spáði honum þá 23% atkvæða og ætla ekki að bakka með þá spá að svo stöddu.

Nú eru línur aðeins farnar að skýrast og stjórnmálafræðingur „segir líklegast að Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr muni heyja baráttuna um Bessastaði“. Ég vil núna bæta Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra við púllíuna og held að þau verði stoðirnar fjórar, ekki endilega þannnig að atkvæði muni skiptast nokkurn veginn jafnt á milli þeirra en hvert þeirra um sig gæti komið á óvart.

Og ég spái því að forseti verði kosinn með 25% atkvæða. Nú er ég orðin mjög spennt fyrir að fá kosningabaráttuna í maí og sjá svo úrslitin eftir kjördag, 1. júní nk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband