Ferðaþjónusta er burðarstoð

Í gær var ferðaþjónustan rædd á þingi. Víða er ásókn í ferðamannastaði til vandræða en samt stefnum við á meiri fjölda og höldum áfram að vera láglaunaland sem lætur traðka á auðlindinni. Enn er verið að ræða salernismál og göngustíga. Enn er verið að ræða um innviðina sem eru í molum.

Og hvað á að gera?

Ég legg til að við tökum hluta af framlegð greinarinnar í að treysta innviðina þannig að við getum kannski tekið með sæmd á móti milljón manns eftir nokkur ár. Það á að rukka á klósettin. Til dæmis mætti rukka inn á þau í sjoppunum og svo gæti fólk notað miðann til að versla út á og þá verða allir glaðir.

Það þarf að leggja betri vegi. Og það þarf að vera hæft fólk í stéttinni, bæði á hótelunum/veitingastöðunum sem og í rútunum og á öllum áfangastöðum. Þótt laun tryggi ekki 100% gæði eru meiri líkur að fá gott starfsfólk ef launin laða það að.

Ég er ekki bara að tala um okkur leiðsögumenn, ég er líka að tala um laun bílstjóra. Ég hef keyrt með mörgum frábærum bílstjórum en ég óttast að margir góðir hafi líka horfið á braut. Sum rútufyrirtækin eru líka með liðónýta bíla í umferð. Af hverju er það?

Það má aðgangsstýra fjöldanum til landsins með verðlagningu. Náttúran er takmörkuð auðlind og því miður komast ekki allir allt sem þeir vilja öllum stundum. Víða um heim er fólki bannað að fara um viðkvæm svæði nema í litlum hópum. Við verðum að gera eitthvað róttækt, því ekki aðgangsstýra? 


Bloggfærslur 12. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband