Bakgarðshlaupið

Ég skil ekki hvernig á því stendur að RÚV gerir bakgarðshlaupinu, sem er auðvitað sturlaður íþróttaviðburður, varla nokkur skil á meðan einkamiðillinn er með beina útsendingu frá upphafi til enda. Frá upphafi til enda er frá kl. 9 á laugardagsmorgni fram á miðjan mánudag. Starfsmaður Vísis er á staðnum með viðtöl og textalýsingar en mestmegnis bara mynd af ráslínu sem jafnframt er marklína. Ég sat í sófanum með verkefni hálfan sunnudaginn með kveikt á þessu spennandi sjónvarpi. Ekki kaldhæðni.

Af hverju getur ríkismiðillinn ekki gert þetta?


Bloggfærslur 6. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband