Landverðir - eða ekki

Umhverfisstofnun var gert að spara. Miðað við umræðuna var ákveðið að gera það með því að fækka landvörðum til muna.

Hvað gera landverðir?

Samkvæmt heimasíðu landvarða eru verkefnin fjölþætt:

Meginhlutverk landvarða er: 

  •     að gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt á hverju svæði fyrir sig.
  •     að taka á móti gestum og veita þeim nauðsynlegar upplýsingar og kynna þeim umgengnisvenjur og reglur hvers svæðis.
  •     að fræða fólk um gönguleiðir, náttúrufar, staðhætti og sögu.
  •     að sjá um að halda svæðum hreinum, þ.e. tjaldsvæðum, göngustígum og bílaplönum, sem og klósettum og kömrum; náttúruvættum og náttúru þess svæðis sem þeir vinna á.
  •     að merkja göngustíga, leggja nýja og halda þeim við.
  •     að vera til aðstoðar þeim sem á svæðunum dvelja.
  •     að hafa eftirlit með umferð og umgengni ferðamanna.
  •     að vera til taks þegar slys ber að höndum, veita fyrstu hjálp og kalla á lækni, lögreglu eða björgunarsveitir ef ástæða er til.
  •     að stjórna fyrstu aðgerð við leit ef einhver týnist á svæðinu, kalla til lögreglu og björgunarsveitir og aðstoða þær ef með þarf.


Áhersla er lögð á að hægt sé að leita til landvarða hvenær sem þörf krefur, allan sólarhringinn. 

Að sönnu er einhver skörun við önnur störf, s.s. leiðsögu- og lögreglumanna og björgunarsveita, en miðað við ágang undanfarinna ára og boðaðan aukinn straum ferðamanna er óviturlegt að skera niður í þessum störfum.  

Núverandi umhverfisráðherra spurði fyrir rúmu ári þáverandi umhverfisráðherra um fjölda landvarða. Ég ætla ekki að gera honum upp að hann hafi þá séð einhverjum ofsjónum yfir kostnaði við þá, enda held ég að hann sé í skötulíki miðað við margt annað. Ég leitaði reyndar að launataxtanum á vef Starfsgreinasambandsins en fann ekki.

Ollu kannski hálaunaðir landverðir á hálendinu hruninu 2008? Hmm. 


Bloggfærslur 13. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband