Rukkanir í ferðaþjónustunni

Kannski er eitthvert langlundargeð að bresta þótt þetta virki á mig eins og flumbrugangur. Ég hugsa með hryllingi til þess að rukkunarskúrum verði tildrað upp úti um allt land, fólk standi í löngum biðröðum eftir að komast inn á svæðin, borgi fyrir hvert og eitt – og stoppi þá kannski lengur á viðkvæmum svæðum og traðki meira niður af því að það er búið að borga fyrir aðganginn.

Ég veit ekki hvort boðaður náttúrupassi er rétta leiðin en ég er gallhörð á því að gjaldtakan verður að vera í eitt skipti fyrir öll, ekki 5 evrur eða 800 krónur hér og þar og alls staðar.

Ferðaþjónustan verður að hugsa heildstætt og vera samstiga í þágu hennar sjálfrar. 


Bloggfærslur 26. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband