Vöxtur í ferðaþjónustu

Ég veit, ég er alltaf að klappa sama steininn. Núna er ég loks að hlusta á vikugamalt viðtal á Rás 2 við formann Félags leiðsögumanna. Örvar Már Kristinsson stendur sig svakalega vel í djobbinu og þessu viðtali líka.

Er eitthvert lögmál að störf í ferðaþjónustu séu láglaunastörf? Á leið minni í vinnuna í morgun (gangandi, að vanda) mætti ég leiðsögumanni og bílstjóra sem ég þekki úr ferðaþjónustunni. Þeir eru alltaf í vinnunni og þannig ná þeir að skrimta. Þetta komst til tals úti á götu í morgun því að þetta er stórt mál hjá fólki sem nær ekki endum saman nema með herkjum.

Ég veit ekki hvort árviss fjöldi ferðamanna verður milljón innan skamms eða hvort náttúrupassinn kemur og hvort hann mun þá virka en ég veit að ég hef ferlegar áhyggjur af þessari aukningu, átroðningi, græðgi „landeigenda“ og framtíð ferðaþjónustunnar heilt yfir ef ekki verður mörkuð stefna í henni.

Svo hvet ég áhugasama til að hlusta á tæplega korterslangt viðtal við formanninn minn. 


Bloggfærslur 28. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband