Hvar er Sogamýri?

Hér kemur játning. Ég hélt að Sogamýri væri á móti Kringlunni, lítill afleggjari við Safamýri. Sú mýri heitir hins vegar Starmýri.

Í gær ætlaði ég í leiðangur til að leita að moskulóðinni en hafði rænu á að fletta upp í símaskránni áður en ég lét vaða út í óvissuna (sem ég var samt frekar viss um).

Þá er þessi játning frá.

Fór moskubyggingin ekki í grenndarkynningu? Ég veit það ekki. Hlýtur hún ekki að hafa gert það? Að minnsta kosti man ég að Dagur sagði í leiðtogaþættinum daginn fyrir kjördag að engar athugasemdir hefðu borist.

Er þetta byggingarmál/skipulagsmál ekki búið að velkjast í stjórnkerfinu árum saman? Hafa nágrönnum og öðrum áhugasömum þá ekki gefist tækifæri til að tjá skoðanir sínar skýrt og skorinort? Ég veit það ekki.

Þegar ég skoðaði Sogamýrina á kortinu í gær sá ég að Kirkja Jesú Krists er handan við Miklubraut, í Rauðagerði, reyndar bara 219 fermetrar. Það er mormónakirkja sem ég held að hafi aldrei verið fyrir neinum.

Langholtskirkja er við enda Sólheima. Er hún fyrir? 

Kristniboðskirkjan Omega er við Grensásveg, 103 fermetra samkomusalur trúfélags.

Grensáskirkja er við Háaleitisbraut 66, 370 fermetra safnaðarheimili samkvæmt fasteignamati.

Kirkja sjöunda dags aðventista er í Suðurhlíðum, rúmlega 1.350 fermetrar samkvæmt fasteignamati.

Ég hafði ekki áttað mig á öllum þessum guðshúsum allt í kringum Sogamýrina. 


Bloggfærslur 8. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband