Uppreisn Guðrúnar frá Lundi

Að vísu skilst mér að Guðrún frá Lundi hafi ávallt verið vel þokkuð meðal lesenda sinna. Af elítunni skilst mér að enginn nema Halldór Laxness hafi talað máli hennar. Mig minnir að ég hafi lesið Dalalíf 2011, dásamlega sögu upp á um það bil 2.200 síður um Jón á Nautaflötum frá upphafi til enda þar sem stéttaskipting kom við sögu, rétt og rangt, ástir og sorgir, töp og sigrar, kaffi og kruðerí. Það besta fannst mér list rithöfundarins við að segja manni ekki of mikið. Guðrún stóðst þá freistingu að útskýra alla breytni allra. Hún treysti augljóslega lesendum til að draga ályktanir. 

Svo reyndi ég að lesa aðra bók eftir hana, Stýfðar fjaðrir minnir mig, og gat það ekki. Hún var alveg víðáttuleiðinleg. Veit ekki hvers vegna.

Nú er Afdalabarn aftur komin út, bók sem fyrst var gefin út 1950, og það er ekki fyrr búið að skrá hana á bókasöfnunum en pantanir eru komnar á næstum hvert eintak og eintökin rokseljast í bókabúðunum.

Guðrún frá Lundi lifir. Og Hannes, Hannes, Hannes ...


Bloggfærslur 14. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband