26 kílómetrar?

Ég hélt að gangan yfir Fimmvörðuháls væri bara 22 kílómetrar en nú kemur fram í fréttum að hún sé 26 kílómetrar. Góð dagleið sem ég hef því miður ekki lagt að baki ennþá. Fréttin er samt að nú er búið að stika gönguleiðina sem er mjög fjölfarin og þá er möguleiki að ég villist ekki þótt ég fari ein eða með öðrum óratvísum ...

Það stendur til að ganga þessa leið en ekki að villast svo því sé haldið til haga. Ég held bara að fólk haldi ranglega að það sé ekkert mál að rata úr Skógum yfir í Þórsmörk. Ég held hins vegar að það sé mjög auðvelt að villast þarna, einkum ef þokan leggst yfir, og að þessar stikur muni gera gæfumuninn fyrir blaðurskjóður eins og mig sem vilja spjalla og elta næsta mann. 


Bloggfærslur 17. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband