Þéranir

Einu sinni lagði ég bíl í stæði merkt leigubíl og var sektuð fyrir. Eðlilega. Sennilega af því að brotið var framið á Akureyri og ég bjó í Reykjavík skilaði sektargreiðslan sér það seint að innheimtuaðilinn (lögreglustjórinn á Akureyri?) skrifaði mér bréf og þéraði mig.

Mig minnir að þetta hafi verið 1988.

Ég áttaði mig ekki á glæpnum þegar ég framdi hann en borgaði strax og ég fékk rukkunina. Þegar ég fékk ítrekunarbréfið ákvað ég að senda gaurnum (lögreglustjóranum á Akureyri?) langt nef með því að þéra hann á móti í bréfi þar sem ég útskýrði að ég væri þegar búin að gera upp reikningana.

Mér fannst ég algjör uppreisnarseggur


Bloggfærslur 26. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband