Fullnuma kennitöluflakk

Ég man eftir að minnsta kosti tveimur orðum í íslensku sem ég held að fyrirfinnist ekki sambærileg í öðrum tungumálum, og þau eru ekkert sérstaklega flatterandi fyrir okkur.

Eða kannast einhver við í öðru tungumáli að geta verið fullnuma, útlærður með öllu, með fullt vald á einhverju efni? Er ekki dálítið hrokafullt að trúa því að maður eigi ekkert ólært í einhverju? Iðn, tungumáli, hvaða fagi sem er.

Í þinginu var síðan hálftíma í dag varið í að ræða kennitöluflakk sem er einhvers konar dulkóðun fyrir svindl og svínarí, löglegt eða a.m.k. ekki ólöglegt gjaldþrot, skipbrot, áunnið lánleysi í einhverjum tilfellum.


Bloggfærslur 25. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband