Samviskuhelsi

Meint samviskufrelsi var mikið rætt þar sem ég var nýlega. Magabolir líka. Þetta tengist ekki endilega. Og þó.

Ég hef haft (fáránlega) mikinn skilning á því að fólk eigi að geta sagt nei við einhverju sem stríðir gegn samvisku þess eða betri vitund. (Fáránlega) segi ég af því að þegar grannt er skoðað er samviska afskaplega teygjanlegt fyrirbæri. Huglæg samviska er tæpast rétthærri lögum. Í landinu eru til dæmis jafnréttislög og hvað ef einhverjum sem ræður fólk til starfa finnst það stríða gegn samvisku sinni að ráða hæfasta einstaklinginn af því að hann er kona? Hvað ef? Og hvað ef einhver vill ekki afgreiða mann sem hefur augljóslega verið mikið í sól? Of mikil sól getur valdið krabbameini, eða hvað? Hvað ef starfsmaður í apóteki sem vill hafa vit fyrir hinum sólbrennda vill stjórna honum með því að neita honum um þjónustu?

Og nú að magabolunum sem hafa verið í umræðunni. Getur kennari borið samviskufrelsi fyrir sig ef hann vill ekki eða treystir sér ekki til að kenna stelpum sem eru í magabolum?

Mér datt þetta ekki einu sinni í hug, ég er bara að spegla boð sem ég var í nýlega. 


Bloggfærslur 4. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband