Kostnaður við búrið

Ég er enn upptekin af gjörningnum í búrinu. Sennilega er ég almennt séð og yfirleitt dálítið hrifin af því sem vekur almenna hneykslan. Sjálf er ég óttalegur smáborgari og þótt ég hætti mér endrum og eins út fyrir boxið vil ég að dyr þess standi mér að minnsta kosti áfram opnar.

Spurning sem heyrist þráfaldlega við svona tækifæri er: Og hvað kostar þetta? Eða: Erum við skattborgarar að styrkja þetta?

Í orði kveðnu ríkir jafnrétti til náms á Íslandi. Ég veit ekki hvort allir upplifa það þannig en alltént eru ekki skólagjöld (þótt það séu náttúrlega áhöld um hvort pappírsgjald stendur straum af útlögðum kostnaði einum saman við skráningu) og ef menn klára tilskildar einingar eiga þeir að fá námslán.

Ég man ekki eftir því að nokkur maður hafi spurt fyrir, í eða eftir hrunið hvort íslenska ríkið - við skattborgarar - hafi virkilega styrkt fjárhagslega viðskiptafræðinga sem tóku að sér þau störf í bönkunum sem leiddu til hruns þeirra. En það útilokar ekki að einhverjir hafi haft efasemdir um gildi námsins ...


Bloggfærslur 7. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband