Smávitalán

Ég biðst strax afsökunar á fyrirsögninni. Meiningin er ekki að gefa í skyn að lántakendur séu vitleysingar. Ég er bara svo gröm yfir því að hér séu raunverulega starfrækt okurlánafyrirtæki sem löggjafanum virðist ekki takast að koma böndum á. 

Hvers vegna ekki?

Kjarninn fór í gegnum söguna. Hver á og hver má lána lánlausu fólki smáaura og rukka fyrir það stórfé? Hvurs lags? Mér er fyrirmunað að skilja þetta. Nógu eru bankarnir frekir til fjörsins með þjónustugjöld og vaxtamun, hagnast óskaplega og reka svo starfsmenn af því að starfsmannaveltan er ekki nógu hröð til að hinir stóru blási nógu hratt út.

Nei, ég hef ekki tekið svona lán og veit ekki til þess að ég þekki neinn sem hefur gert það. En einhverjir hljóta að gera það því að púkinn fitnar á fjósbitanum og þetta máttleysi valdhafans gerir mér gramt í geði. Hver ræður annars í þessu landi?


Bloggfærslur 2. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband