Smávitalán

Ég biðst strax afsökunar á fyrirsögninni. Meiningin er ekki að gefa í skyn að lántakendur séu vitleysingar. Ég er bara svo gröm yfir því að hér séu raunverulega starfrækt okurlánafyrirtæki sem löggjafanum virðist ekki takast að koma böndum á. 

Hvers vegna ekki?

Kjarninn fór í gegnum söguna. Hver á og hver má lána lánlausu fólki smáaura og rukka fyrir það stórfé? Hvurs lags? Mér er fyrirmunað að skilja þetta. Nógu eru bankarnir frekir til fjörsins með þjónustugjöld og vaxtamun, hagnast óskaplega og reka svo starfsmenn af því að starfsmannaveltan er ekki nógu hröð til að hinir stóru blási nógu hratt út.

Nei, ég hef ekki tekið svona lán og veit ekki til þess að ég þekki neinn sem hefur gert það. En einhverjir hljóta að gera það því að púkinn fitnar á fjósbitanum og þetta máttleysi valdhafans gerir mér gramt í geði. Hver ræður annars í þessu landi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Löggjafanum hefur ekki tekist að koma böndum á t.d. kreditkortafyrirtæki eða útgáfu banka eða sparisjóða á úttektarkortum. Sú starfsemi er ekkert betri en smálána fyrirbærið.

Smálánin sem gróðapungar reka núna eru ekkert verri en það sem að ofan getur; það mætti alveg eins nefna þau "Lánalausn lítilmagnans" en þau eru ekkert öðruvísi en sá sem fær sér kreditkort og er þegar kominn á kaf í skuldaklafa.

Eitt dæmi þekki ég, en viðskiptavinur fékk að hringja hjá mér, þar sem ég var að afgreiða, og ég leyfði henni að hringja, þó að það væri auðvitað bannað.

Elsku kerlingin þurfti að hringja út af smáláni sínu og vildi semja um greiðslu á því. Þetta var öryrkji sem var greinilega fórnarlamb smáláns, eða lána.

En ég spyr: erum við ekki öll fórnarlömb fjármálastofnana ef við tökum lán hjá þeim: smálán, kreditkort, yfirdráttur, og í formi hvers konar greiðslukorta sem bönkum og sparisjóðum hefur dottið í hug að gefa út?

Jú, ég held það. Þessi fjármálafyrirtæki mokgræða einmitt á því að koma einstaklingum í sem mestar skuldir.

ingama (IP-tala skráð) 2.2.2015 kl. 23:14

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og af hverju gerist ekki neitt? Ergilegt.

Berglind Steinsdóttir, 2.2.2015 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband