Sannfæring fyrir [einhverju að eigin vali]

Ég hef fullt af skoðunum. Sumar viðra ég, aðrar ekki. Um sumar skrifa ég en margar ræði ég bara við fólk í nærumhverfi mínu. Sumar eru afdráttarlausar, sumar eru í takt við skoðanir flestra en stundum syndi ég gegn straumnum. Í kosningum er ég óvissuatkvæði og hlusta á það sem frambjóðendur segja og reyni að horfa á hvernig þeir hegða sér.

Fullt af áberandi fólki hefur fullt af skoðunum. Margt af því fólki segir samt bara það sem við búumst við og margt fólk er orðið að eins konar stofnunum. Það er eðlilegt, t.d. í pólitík þar sem fólk þarf að kynna sig hratt og örugglega og vill ekki koma aftan að kjósendum sínum. Kjósendur vilja heldur ekki láta koma sér á óvart í mikilvægum málaflokkum.

Það er sem sagt skiljanlegt og ekki óskynsamlegt að vilja vita hvar maður hefur fólk.

En djö er gaman að sjá og heyra blóðið renna í fólki. Ég þori ekki að nefna nærtækt dæmi úr síðustu viku en ætla hins vegar að hrópa húrra, eins og margir aðrir, fyrir Halldóru Geirharðsdóttur sem fékk verðlaun á Grímunni og leit á það sem tækifæri til að tjá sig við stóran hóp fólks í gegnum glugga á sviðinu. Ég get viðurkennt að ég er sammála Halldóru um að við eigum að rétta úr okkur og ákveða hvernig samfélag við viljum vera en ég hugsa að þó að ég hefði mögulega verið ósammála henni hefði ég hrifist af ákefðinni. 

Sannfæringarhiti er máttugt tæki.


Bloggfærslur 18. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband