Ferðaþjónusta í boxinu

Nú um helgina gekk ég í tvo daga í Dölunum. Við vorum 30 saman, hópur sem tilheyrir gönguhópnum Vesen og vergangur. Uppáhaldsferðaskipuleggjandinn minn, hann Einar, skipulagði gönguna frá Langavatni að Hítarvatni með viðkomu á Seljalandi þar sem við gistum. Að sönnu er dásamlegt að eiga heiminn frá upphafi til enda og rekast ekki í sífellu á annað fólk en maður getur ekki annað en undrað sig á því að ganga 55 km leið á tveimur dögum og rekast ekki á nokkurn mann fyrr en á endastað þar sem tveir menn stóðu í vatni upp í nára og sveifluðu veiðistöngum. Vegalengdin er upp á kílómetra sú sama og Laugavegurinn milli Landmannalauga og Þórsmerkur sem er mjög fjölfarinn og virðist njóta varanlegra vinsælda, gott með það, en göngufólk mætti kannski líta aðeins í kringum sig. Eins og Einar.

Og þetta á ekki síður við um ferðaskrifstofur sem selja útlendingum ferðir. Mörg svæði eru sprungin eins og oft er talað um í fréttum og það er löngu tímabært að hugsa út fyrir boxið og fjölga viðkomustöðum. Vatnaslóðirnar falla tvímælalaust í þann hóp.

Langavatn > Seljaland > Hítarvatn 


Bloggfærslur 22. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband