Fyrstupersónuflótti

Mér finnst það hafa aukist, kannski bara frá því í síðustu viku, að fólk skrifi í leiðarlýsingum sínum (á Facebook): Gengið var upp fjallið, horft á sólarlagið og farið aftur niður þar sem nestið var loksins borðað. Mér finnst fallegra að nota 1. persónu og segja: Við gengum upp fjallið, horfðum á sólarlagið, fórum aftur niður og borðuðum loks nestið. (Ekki verra: Við gengum upp fjallið, sáum sólina setjast og rísa á ný áður en við fikruðum okkur aftur niður og gæddum okkur loks á smurða brauðinu. Eða eitthvað ...)

Ætli fólki finnist það of sjálfhverft ef það talar út frá sjálfu sér í stað þess að nota þolmynd? Varla, um leið eru teknar svo margar sjálfhverfur ... (Um leið tekur það svo margar myndir af sjálfu sér ...)

Best að ræða þetta á kaffistofunni við tækifæri. Nema þú viljir leggja eitthvað til málanna. laughing


Bloggfærslur 24. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband