Er Ruud Gullit hættur?

Ég samgleðst öllum sem fögnuðu sigri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á hollenska karlalandsliðinu í fótbolta. Ég frétti af fólki í dag sem gat ekki á heilu sér tekið fyrir spenningi, æfingu í skokkhópnum mínum var flýtt, fólk úttalaði sig á veraldarvefnum og svo rak það upp mikil fagnaðaróp á Facebook, fyrst yfir fyrsta markinu, svo yfir að það væri eina markið og þar með íslenskur sigur í höfn. Einhver sagði að við værum að upplifa stærstu stund íslenskrar knattspyrnusögu.

Ég hef samt engan sérstakan áhuga á fótbolta og ákvað að fara í zúmba frekar en að fylgjast með. Tímasetningin var hins vegar þannig hjá mér að ég kveikti á útvarpinu í sama mund og Gylfi skoraði þetta örlagaríka mark, fylgdist svo ekkert með eftir það.

Fólk hrósar Lars Lagerbäck í sigurvímunni -- en hvað með mig? Á ég ekki hrós skilið fyrir að hlusta á réttum tíma? tongue-out

Annars er það helst í fréttum að Ruud er búinn að láta klippa sig.


Bloggfærslur 3. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband