Ef væri ég kennari ...

Ég er kennari. Að mennt. Ég kenndi nokkur ár í framhaldsskóla og fannst ég aldrei búin í vinnunni. Ég þurfti að undirbúa tíma, ákveða hvað ég ætlaði að tala um og hvernig, ákveða hvernig ég ætlaði að virkja nemendur og svo þurfti ég að virkja nemendur í tímum. Ég þurfti að fara yfir verkefni. Þegar ég var að þessu öllu var ég að því. Þegar ég var ekki að því var ég að hugsa um það, stundum með nagandi samviskubit.

Allir páskar voru undirlagðir af ritgerðum. Ég þurfti klukkutíma til að fara yfir stóra ritgerð sem ég vildi skrifa uppbyggilegar athugasemdir við. Það þýddi að ég fór með sæmilegu móti yfir átta ritgerðir á dag í dymbilvikunni og yfir páskadagana. Nema ef ég sleppti páskadegi og var þá í öngum mínum yfir sleifarlaginu.

Aldrei myndi ég treysta mér til að kenna yngstu börnunum. Þau kunna ekki að lesa fyrr en búið er að kenna þeim það. Sum koma læs í skólann á fyrsta degi. Þá eru sum læs í 1. bekk og sum ekki. Það gerir kennaranum sennilega erfiðara fyrir.

Það er mikilvægt að grunnurinn sé vel lagður, að við höfum hæft og áhugasamt fólk til að kljást við það erfiða verkefni, áreiðanlega oft gefandi en samt krefjandi.

Af hverju er þetta fólk ekki á háa kaupinu?

 


Alzheimer-buffið

Guðna tekst það aftur. Með því að gera sjálfan sig að aukaatriði vekur hann athygli á verðugu málefni.


Bloggfærslur 15. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband