Ísland allt árið

Ég vil fjölga ferðamönnum á Íslandi. Ég vil nýta alla mánuði ársins. Ég vil að ferðamenn njóti birtunnar í desember, myrkursins í janúar, þess þegar hlýnar í maí, haustlitanna í september o.s.frv. 

Ég vil að ferðamenn geti farið ofan í Reynisfjöru og í siglingu á Jökulsárlóni. Ég vil að ferðamenn skilji eftir pening fyrir það sem þeir njóta hérna en ég vil ekki að þeir fari sér að voða. Svona heilt yfir finnst mér þetta.

Og mér finnst sannarlega okkur Íslendingum bera skylda til að tryggja öryggi okkar allra eftir föngum. Fólk þekkir ekki allar hættur náttúrunnar. Það hegðar sér heimskulega og við getum ekki bara hallað okkur aftur í sætunum, talið peningana og gefið skít í rest.

Mér finnst ástæða til að efla landvörslu, fjölga skiltum og, já, kannski girða sumt sums staðar af.


Bloggfærslur 14. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband