Hagnaður upp á hundruð milljarða deilt með fjölda haghafa

Ég hélt að ég hefði verið að búa til orðið haghafi en í orðabók stendur:

hag·hafi

KK nýyrði, viðskipti/hagfræði
sá sem á hlut í eða þarf að gæta hagsmuna sinna hjá fyrirtæki

Fréttamenn eru agalega kurteisir þegar þeir spyrja bankastjóra um hagnaðinn í bönkunum. Hagnaðurinn er samtals upp á hundruð milljarða, sem sagt losar 10% af fjárlögum ársins 2016, og fréttamenn spyrja: Kemur til greina að bankinn leyfi viðskiptavinum [sem standa undir þessum hagnaði] að njóta með sér. Bankastjóri: Sum árin hefur verið tap eða minni hagnaður [suð, bzzzz] og við verðum að sjá [bíb] til á næstu árum [jaríjarí] ...

Mér leikur forvitni á að vita hversu margir hluthafar og áhættuhafar fá arðinn. Ég veit að ríkissjóður fær eitthvað. 28 milljarða? Hversu margt fólk fær 100 milljarða? Hvaða áhættu tók það fólk?

Bankarnir. Eru. Ekki. Í. Samkeppni.


Bloggfærslur 26. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband