Blátt flauel

Blue Velvet var í sjónvarpinu um helgina og fyrir einhverja rælni kveikti ég á myndinni í sarpinum í gærkvöldi. Hún er frá árinu 1986 þannig að hún er komin dálítið til ára sinna – en ég hafði aldrei séð hana og vissi ekkert um hana annað en lagið sem ég hef margsinnis heyrt.

Og VÁ, hvað myndin var spennandi, ógnvekjandi, falleg – og óvænt. Það er alltaf í mestu uppáhaldi hjá mér að vita ekkert hvernig mynd vindur fram. Á listanum yfir uppáhaldsmyndir mínar eru mjög fáar en Blátt flauel sækir um af miklum krafti.

Ég hef stundum hugsað að ég gæti vel hugsað mér að vera lögga og grúska í hinu og þessu. En ekki svona lögga. Ef ég fyndi afskorið mannseyra fullt af maðki myndi ég taka myndir, leggja staðinn á minnið og láta einhvern, t.d. löggu, vita af fundinum. Ég myndi ekki tína það upp úr jörðunni og setja í poka sem ég fyndi í grasinu, fara til löggunnar og heimta að fá að vita meira og fara sjálf á stúfana ef löggan þegði þunnu hljóði.

Þið hafið örugglega séð þessa mynd þannig að ég þarf ekki að tíunda söguþráðinn en má segja: Myndatakan, maður lifandi, hún var algjörlega ótrúleg, sérstaklega í blábyrjun og blálokin. Voðaleg ósköp sem þessi mynd hefur fengið litla umfjöllun ...

Bvmovieposter.jpg


Bloggfærslur 15. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband