Að gera sitt besta ... er ofmetið

Ein í fjölskyldunni segir ef maður skyldi slysast á að setja í hárið á sér alveg glataðan lit: Þú verður að lita aftur og ná litnum sem þú vilt helst. Maður verður alltaf að gera sitt besta.

Einn í fjölskyldunni segir: Þú verður að hlaupa aðeins hraðar en þú getur. Maður verður alltaf að gera sitt besta.

Annar: Það er ekkert sem heitir að elda vondan mat (nema í undantekningartilfellum). Maður þarf bara að vera læs. Og maður verður alltaf að gera sitt besta.

Enn annar: Þú HLÝTUR að geta skipt um dekk/bremsuklossa/slöngu. Vilji er allt sem þarf.

Einn enn: Drepurðu öll blómin þín? Það er ekki flókið að halda lífi í kaktus! Maður gerir það sem þarf.

Púff, það er lýjandi að reyna að standa sig alls staðar. Það er lýjandi að ná ekki „sínu besta“. Ég vil fá að vera vonlaus í sumu í friði. Ég ætla ekki að skipta um bremsuklossa á hjólinu mínu. Mér finnst að einhver megi sérhæfa sig í því. Ég vil bara geta hjólað á hjólinu, komist á milli staða og staðið mig bara assgoti vel í því.

Ég vil vera góð í sumu. Ég vil standa mig í vinnu. (Svo er ýmislegt fleira sem ég ætla ekki að tíunda.) En maður verður að láta skáka sér í sumu og leyfa sér að vera misgóður í því sem maður er góður í. 

Ég þoli samt ekki þegar fólk er latt í vinnu dag eftir dag ... Maður verður alltaf að gera sitt besta ...


Bloggfærslur 4. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband