Áramótaskaupið

Ég er búin að horfa tvisvar og fannst það betra í seinna skiptið. Ég er í útlöndum og á öðrum tíma en heima þannig að kannski var ég bara of sybbin þegar ég horfði á það í beinni útsendingu. Ég veit að mér finnst það alltaf betra þegar leikarar eru margir og eru valdir í hlutverk sem hæfir þeim og það var sannarlega núna. 

Ég hló samt ekki mikið. Er það kannski ofmetið?

Ég heyrði viðtal við Sveppa í gær og hann sagði að hann hefði viljað hafa brandara um Grindvíkinga alls staðar. Sumum þætti það kannski samt ekki mega. Ég tek undir með Sveppa, ég hefði viljað sjá fleiri brandara um Grindvíkinga. Það var t.d. frábær lokapunktur í atriðinu um fjölfóníuna. Og hvaða fína leikkona lék aðalhlutverkið þar á móti Nínu Dögg (sem var alveg frábær líka)?


Bloggfærslur 1. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband