Forsetahrókeringar

Mér heyrist sem sumir ætli að kjósa strategískt í ár. Og nú er ég helst að velta einu fyrir mér. Ef forsetaframbjóðandi boðar aðhald með ríkisstjórninni, sem mun hugsanlega breytast eftir kosningar á afmælinu mínu, hvað munu þá pólitíkusarnir kjósa? Ætlar Davíð að standa með vöndinn yfir Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki ef hann verður forseti og flokkarnir halda velli í október eða á aðhaldið bara við um Pírata? Munu þingmannaefnin kjósa forsetaefni eftir þessu? Er þá forsetaembættið fallið til sameiningar eða sundrungar?

Er embætti forseta kannski fyrst og fremst pólitískt eftir að Ólafur virkjaði 26. gr. stjórnarskrárinnar? Öryggisventill?

Er óþarfi að breyta stjórnarskránni og hnykkja á sameign þjóðarinnar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband