Að reskjast

Ég var að horfa á beina útsendingu á Facebook. Gaman að því. Gestur í sal spurði Guðna um kostnaðinn við forsetaembættið og hann notaði tækifærið til að segja viðstöddum að þegar forseti hættir gilda um hann sömu lög og aðra. Forseti fer ekki á eftirlaun um leið og hann hættir nema hann verði orðinn 67 ára. Þetta er ótrúlega lífseig ranghugmynd. Lögunum var breytt 2009 og síðan eru liðin rúm sjö ár.

Forseti fær ekki eftirlaun fyrr en hann verður orðinn býsna roskinn og mættu fjölmiðlar benda lesendum sínum á það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Útskýrðu þetta betur, og þá einnig í krónum og aurum. - "Býsna rosknir" þóttu menn um fimmtugt fyrir þó nokkuð löngu síðan. Hvað er það í dag hjá þér ?

Már Elíson, 15.6.2016 kl. 22:40

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Það var dálítill innanhússhúmor að nota orðið reskjast því að ég er nýbúin að nota það við mann á fertugsaldri sem skildi það ekki. Hins vegar er það einföld staðreynd að forseti tekur ekki eftirlaun fyrr en hann nær eftirlaunaaldri, 67 ára, og roskinn átti að vísa til þess.

Í Snöru stendur meðal annars:

 

 

sem er kominn yfir miðjan aldur (a.m.k. yfir sextugt)

Berglind Steinsdóttir, 16.6.2016 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband