Hvern munar (ekki) um 7 milljónir?

Ég er hagsýnn launamaður sem lánaði bróður mínum 1 milljón fyrir rekstrarreikningi þegar hann var með sjoppu á Bústaðaveginum (Póló), 1 milljón fyrir rekstrarreikningi þegar hann var með annað fyrirtæki og 5 milljóna handveð þegar hann keypti sér íbúð sem hann gat ekki fjármagnað. Þetta var á árabilinu 2008-2009.

Þessari 7 milljóna kr. skuld var ekki þinglýst, hún ekki undirrituð, ekkert skrifað og skjalfest af því að ég treysti bróður mínum til að borga til baka þegar hann gæti.

Hann gat það 2018 en af því að ég er ekki með neina undirritaða skjalapappíra ypptir hann bara öxlum og lætur ekki ná í sig. Hann hefur hælst um af skuldinni við fólk sem við þekkjum bæði en ætlar ekki að borga. Ég á tölvupóst frá honum þar sem hann viðurkennir skuldina en segir að hún sé ekki honum að kenna frekar en hrunið ...

Gummi græni á Sólheimum

Nú er hann meintur garðyrkjumaður á Sólheimum og ætlaði í sumar að búa til besta eplapæ í heimi. Þannig er hann og hefur alltaf verið, stór í kjaftinum en innistæðan síðan lítil eða engin.

Og hvernig gat ég verið svona vitlaus að lána honum? Ja, það er von að fólk spyrji. Ég hætti því árið 2009, þó það. Hann bað mig alveg eftir það en ég sagði nei. Ég sagði líka nei við að kaupa stolna tölvu á góðu verði. En ég sá ekki úr hverju hann var gerður fyrr en 2018. Ég vona að aðrir fjarskyldari hafi gert það.

Já, sumir gerðu það. Hann fékk lán hjá æskuvini sínum og yppti svo bara öxlum og sagðist hafa tapað peningnum - eins og hinn hefði verið í áhættufjárfestingum - og þar urðu vinslit. Aðstandandi þess manns veittist síðar að mér í einhverju boði og hundskammaði mig fyrir aðfarir Gumma. Samt fattaði ég ekkert enda hafði ég ekki valdið honum tjóninu.

Gummi bróðir skilur eftir sig slóð eyðileggingar og það er bara tímaspursmál hvenær hann leggur líf einhvers á Sólheimum í rúst. Ég hef verið að reyna að upplýsa Sólheima en kem þar að lokuðum dyrum. Alveg eins og mín hurð féll að stöfum.

Hann er auðvitað helsjúkur maður af græðgi og alkóhólisma og þyrfti þá aðstoð fagaðila frekar en eitthvert klapplið sem mælir upp í honum grægðina og sjálfshólið. En það er kannski borin von.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég frétti í dag að Gummi hefði gert kostnaðarsöm mistök á Sólheimum og verið rekinn skömmu síðar (sennilega með meðgjöf eins og tíðkast með siðleysingja). Minn grunur er að hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera eða átti að gera af því að hann kann ekkert til verka. Garðyrkjuprófið úr Garðyrkjuskólanum í Hveragerði var svindl. Hann tilkynnti sig veikan í prófum og tók svo nákvæmlega eins sjúkrapróf, eða það var mér sagt, og hafði þá lært svörin utan að. Samt skreið hann bara.

Þegar ég sá loksins vorið 2018 hvað hann bróðir minn er rotinn hefur hvert tjaldið af öðru fallið frá augum mínum. Vonandi lærir einhver af biturri reynslu minni.

Berglind Steinsdóttir, 4.12.2020 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband