Maður ársins 2014

Í mínum huga er Steinunn Rósa Einarsdóttir ótvírætt maður ársins 2014 þótt margir aðrir góðir séu kallaðir til eins og björgunarsveitir og læknar, ekki síst Tómas Guðbjartsson sem var með hjartað í lúkunum. Það sem gerir Steinunni Rósu Einarsdóttur einstaka - ég þekki hana ekki neitt og varð að hafa fyrir að finna nafnið hennar - er að hún steig fram eftir að sonur hennar, 18 ára líffæragjafi, dó í bílslysi í janúar og talaði eindregið fyrir ætluðu samþykki til líffæragjafar ef maður deyr sviplega. Ég hef lengi verið áhugamaður um svona líffæragjafir og skrifaði strax daginn eftir að hann gaf líffæri sín - og sem sagt oft bæði fyrr og síðar.

RÚV hjálpaði mér ekki við leitina að nafninu með yfirliti yfir árið í tímaröð. Þessa viðburðar er ekki getið þar enda erfitt að henda reiður á öllu. Ég fann hana samt.

Dálítið þegjandi og hljóðalaust komst ætlaða samþykkið síðan á koppinn með haustinu. Þeim mun fleiri sem skrá sig, þeim mun fleiri líf verður hægt að framlengja. Það er mikil sorg þegar fólk deyr í blóma lífsins en þá er það huggun að geta gert öðrum gott.

Þess vegna vel ég Steinunni mann ársins. Gjörð hennar verður ekki endurtekin.


Bloggfærslur 30. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband