Ætlað samþykki

Í framhaldi af umræðu um líffæragjöf ungs manns sem lést af slysförum gróf ég ofan í seðlaveskið mitt eftir líffæragjafakortinu mínu. Ég man að ég fór fyrir tæpum 10 árum út á Austurströnd, þar sem skrifstofa landlæknis var, til að fá kort. Það var enginn í afgreiðslunni en ég horfði gaumgæfilega í kringum mig þangað til ég fann renning með þremur kortum sem þurfti að rífa eða klippa úr. Ég man að mér þótti aðeins vanta upp á þjónustuna og leiðinlega mikið upp á að ég ætti auðvelt með að gefa skýrt og skorinort til kynna að ég vildi að líffærin úr mér yrðu nýtileg öðrum ef á reyndi.

Nú er enn einu sinni búið að leggja fram frumvarp um ætlað samþykki sem þýðir að fólk þarf að ákveða að vilja ekki gefa líffærin ef það deyr til dæmis af slysförum. Núna er „ætluð neitun“, þ.e. ef fólk hefur ekkert skráð er gert ráð fyrir að það vilji ekki gefa. Málið er þó trúlega að margir vilja ekki gera ráð fyrir að deyja í blóma lífsins en hafa kannski – vonandi – ekkert á móti því að gefa líffærin sín ef svo slysalega fer.

Það hefur verið talað um að skrá ætlað samþykki (eða ætlaða neitun) í ökuskírteini en það mætti allt eins vera rafrænt í kerfinu. Aðalatriðið er að fólk ákveði þetta og láti vita svo við getum aukið lífslíkur annarra ef okkar hverfa.

Það er þverpólitískur vilji allra sex flokkanna samkvæmt frumvarpinu. Komaso!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband