Verkföll bitna á röngu fólki

Annað hvort hef ég fylgst ótrúlega illa með upp á síðkastið eða kjaradeila starfsmanna Herjólfs hefur legið lágt. En nú veit ég þó alltént af henni og óþægindunum sem fylgja samgönguskortinum. Siglingin er þjóðvegurinn, fólk þarf að fara á milli og ferðaþjónustan hefur reynt að koma Vestmannaeyjum á kortið.

En þrátt fyrir að skilningurinn leki af mér allri spyr ég: Er það ekki eðli verkfalla að bitna á þriðja aðila? Þegar kennarar deila við ríkið bitna verkföll þeirra á nemendum. Verkföll flugmanna bitna á farþegum, verkföll bréfbera á bréfþegum, verkföll lækna á sjúklingum og verkföll mjólkurframleiðenda á mjólkurneytendum.

Og ef leiðsögumenn skyldu einhvern tímann fara í verkfall bitnar það á ferðamanninum sem kannski tekur það út á ferðaskrifstofunum.  


Bloggfærslur 11. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband