,,Þéttum byggð"

Ef ég væri í framboði til borgarstjórnar myndi ég skilyrðislaust setja þéttari byggð á oddinn. Borgir eiga að vera nógu þétt byggðar til að hægt sé að veita viðunandi þjónustu á skikkanlegu verði. Þá er ég að tala um almenningssamgöngur, samgöngumannvirki, sorphirðu, heilsugæslu og skólamál svo eitthvað sé nefnt. Langar vegalengdir draga úr þjónustu og hægja á henni.

En þar sem ég er ekki í framboði ætla ég að kjósa þann frambjóðanda sem talar upp í eyrun á mér í þessu tilliti. Tilviljun ræður kannski í hvaða flokki sá frambjóðandi er ...


Bloggfærslur 27. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband